Varmaleiðni

Einangrunarplast með rúmþyngdina 15 - 25 kg/m³ hefur varmaleiðnina lp 0,037 w/m² °C, og er þá átt við svokallað raungildi, en það gildi miðast við einangrun sem gengið hefur verið frá á notkunarstað. Því lægra sem varmaleiðnigildi efnis er, því betri einangrun telst það vera.