Notkunarstaðir:
Einangrunarplast ofan á steypta loftaplötu (stólað þak)
Ofaná steypta loftaplötu er notað 175 mm þakeinangrun sem samansett er úr 150 mm einangrunarplasti og 25 mm brunavörn. Einangrunarplastið er mislagt svo að ekki myndist kuldaleiðni.

Einangrunarplast fyrir gólfvarma í fjölbýlishúsum
Gólfvarmaslöngurnar eru lagðar ofaná einangrunarplastið svo að það myndi ekki geislahitun á hæðinni fyrir neðan.

Einangrunarplast ofaná steypta loftaplötu
Einangrunarplast fyrir steypt þök er fláskorið til að mynda vatnshalla. Einangrunarplastið er tvílagt. Klætt er yfir með þakdúk.

Einangrunarplast í forsteyptum einingum
Einangrunarplast er mikið notað í forsteyptar einingar. Einangrunarplastið er ýmist komið fyrir í miðjum veggnum eða að utanverðu.

Einangrunarplast sem einangrun að innanverðu
40 ára reynsla er komið á þessa hefðbundnu aðferð við að einangra að innanverðu. Ef einangrunarplöturnar eru festar upp með dýflum fæst mjög góð hljóðeinangrun.

Einangrunarplast sem útveggjaeinangrun
Þegar einangrað er að utanverðu er notað 100 mm einangrunarplast. Steypusparnaður er 22% ef útveggurinn er hafður 14 cm þykkur í stað 18 cm.

Einangrunarplast sem sökkul og botnplötueinangrun
Notað er 75 mm einangrunarplast. Einangrunarplast hefur 50 sinnum meiri rakamótstöðugildi en önnur sambærileg einangrunarefni sem notuð eru við þessar aðstæður.