Notkun

Vinna með einangrunarplast er mjög þægileg. Efnið er létt og það má auðveldlega sníða það til með hníf eða sög. Ekkert ryk myndast við notkun efnisins, og eru sérstök hlífðarföt því óþörf. Engin formbreyting verður á plastinu við notkun frá -180°C - 80°C. Nauðsynlegt er að verja plastið með t.d. múrhúð eða sambærilegum efnum í samræmi við grein 135.10 í byggingareglugerð um brunavarnir og brunamál. Einangrunarplast er sett undir sementsbundin múr eða múrkerfi sem varmaeinangrun jafnt innan sem utan á útveggi. Einangrun undir múr utanhúss þarf að hafa góða rakamótstöðu. Hún má ekki vera vatnsdræg, þar sem hún getur dregið vatn úr múrkápunni og jafnvel aukið þannig á rakaflutning. Við sérstakar kringumstæður getur rök einangrun frosið með ófyrirséðum afleiðingum eða orðið orðið allt að 50-60°C heit vegna sólageislunar ef múrkápan er dökk að lit. Áraun vegna hita, kulda og raka getur því verið umtalsverð og vert að gæta að því við hönnun. EPS einangrunarplast ætti því að vera hönnuðum góður kostur við velflestar aðstæður, sérstakelga ef tekið er tillit til mótsöðu þess gegn raka.