Hvað er plast?

Plast er gerviefni búið til úr náttúrulegum efnum. Það er olíuafurð, búið til úr olíu og gasi. Með efnahvörfum er sameindum náttúrulegra efna raðað saman í fjölliður sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda kolefni, vetni og aðrar frumeindir. Pólýetýlen hefur t.a.m. grunnsameindina etýlen, pólýprópýlen inniheldur própýlen og svo koll af kolli. Grunneiningin kallast mónomer eða einliða en plastið pólýmer eða fjölliða. Eiginleikar plastins ákvarðast síðan af lengd kolefniskeðjanna, bindingu þeirra og þeirra frumeinda sem bundnar eru kolefniskeðjunni. Algengast er að flokka plastefni í tvo flokka; Hitadeigt plast, (thermoplastics), og hitafast plast, (thermoset). Hitadeiga plastið er hægt að bræða og móta aftur og aftur en í hitafasta plastinu eru keðjurnar þverbundnar og því ekki hægt að bræða það aftur, enda fer oft blöndun efna fram í mótinu sem verið er að móta efnið í, ólíkt hitadeiga efninu þar sem efnið kemur tilbúið í perlum eða kornum og er síðan mótað og kælt.

EPS er grunnhráefnið í umbúðunum, líkt og í einangruninni utan þess að kúlurnar eru minni að þvermáli. Framleiðslan er eins þar til kemur að því að móta efnið. Forþöndu efni er "sprautað" inn í mót í sérstökum vélum. Gufu, kælingu og lofttæmi er síðan beytt til þess að forma samlímdar kúlurnar í mótinu. Þær taka þá það form sem mótið myndar, og ef rétt hefur verið að framleiðslu staðið halda þær því að því loknu. Þessi form geta verið kassar, bakkar, stoðpakkningar, plattar eða næstum hvað það sem hugurinn girnist. EPS er grunnhráefnið í umbúðunum, líkt og í einangruninni utan þess að kúlurnar eru minni að þvermáli. Framleiðslan er eins þar til kemur að því að móta efnið. Forþöndu efni er "sprautað"inn í mót í sérstökum vélum. Gufu, kælingu og lofttæmi er síðan beytt til þess að forma samlímdar kúlurnar í mótinu. Þær taka þá það form sem mótið myndar, og ef rétt hefur verið að framleiðslu staðið halda þær því að því loknu. Þessi form geta verið kassar, bakkar, stoðpakkningar, plattar eða næstum hvað það sem hugurinn girnist.

Notkun.

Þar sem EPS plast er eins og áður sagði 98% loft og einungis 2% plast eru EPS umbúðir ákaflega léttar miðað við það rúmmál eða þyngd sem þeim er ætlað að halda. Þær eru ákaflega einangrandi og halda köldu, eða heitu við kjörhitastig mun lengur en t.d. pappaumbúðir. Þær eru vatnsþéttar og hvítur litur þeirra hrindir frá sér varmageislum sem ella gætu hitað innihald þeirra óþarflega.Þar sem EPS plast er eins og áður sagði 98% loft og einungis 2% plast eru EPS umbúðir ákaflega léttar miðað við það rúmmál eða þyngd sem þeim er ætlað að halda. Þær eru ákaflega einangrandi og halda köldu, eða heitu við kjörhitastig mun lengur en t.d. pappaumbúðir. Þær eru vatnsþéttar og hvítur litur þeirra hrindir frá sér varmageislum sem ella gætu hitað innihald þeirra óþarflega. Hvítur litur er einnig til bóta þegar verið er að vinna með matvæli þar sem auðveldara er að gera sér grein fyrir óhreinindum á hvítu yfirborði en dökku. EPS umbúðir eru líka ákaflega sterkar miðað við þyngd, sem er sérstaklega til bóta ef flytja þarf t.d. vöru með flugi. EPS umbúðir eru einnig í flestum tilfellum einnota þ.a. ekki þarf að nota kemísk efni til að hreinsa þær aftur.

Helstu notkunarsvið EPS umbúða eru eftirfarandi:

  1. Fiskikassar, (heill og hausaður lax, silungur, þorskur, steinbítur ofl.)
  2. Flakassar, (fiskflök almennt.)
  3. Kjökassar, (heilir og hálfir skrokkar, lambakjöt, nautakjöt ofl)
  4. Grænmetiskassar, (gúrkur, tómatar, nýjar kartölfur, kál ofl.)