Einangrun

Athugið að hægt er að senda fyrirspurnir, pantanir og beiðnir um verðtilboð til sölustjóra í tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Helstu notkunarsvið EPS einangrunar eru nú eftirfarandi hér á landi;

 1. EPS Innanhússeinangrun. Undir múr og gifs að innanverðu.
 2. EPS Utanhússeinangrun. Undir múr og akrílefni að utanverðu.
 3. EPS Sökkuleinangrun. Utan og innan á sökkla.
 4. EPS Plötueinangrun. Undir gólfplötur.
 5. EPS Hljóðeinangrun. Undir múr eða gifs að innanverðu.
 6. EPS Utanhússeinangrun með brunavörn. Undir loftræstar klæðningar að utanverðu.
 7. EPS Gólfhitaeinangrun. Undir gólfhitalagnir.
 8. EPS Gólfhljóðeinangrun fyrir fjölbýlishús.
 9. EPS Þakeinangrun ofan á steyptar loftaplötur fyrir stólað þak.
 10. EPS Þakeinangrun undir þakdúk og þakpappa.
 11. EPS Vatnsbretti fyrir 18 og 20 sm þykka útveggi.
 12. EPS Gluggaþynnur og þaklistar.
 13. EPS Stokkamót og sérskurður fyrir stokka og kringlótt göt.
 14. EPS Múrbretti.
 15. EPS Sérskurður í allskonar pakkningar, pappakassa, tækja og gjafasendingar.


EPS er grunnhráefnið í umbúðunum, líkt og í einangruninni utan þess að kúlurnar eru minni að þvermáli. Framleiðslan er eins þar til kemur að því að móta efnið. Forþöndu efni er “sprautað” inn í mót í sérstökum vélum. Gufu, kælingu og lofttæmi er síðan beytt til þess að forma samlímdar kúlurnar í mótinu. Þær taka þá það form sem mótið myndar, og ef rétt hefur verið að framleiðslu staðið halda þær því að því loknu. Þessi form geta verið kassar, bakkar, stoðpakkningar, plattar eða næstum hvað það sem hugurinn girnist.

Til hagræðingar eru vörunúmer okkar jafnframt ytri mál umbúðanna, t.a.m. er kassi 473516, 47 cm langur, 35 cm breiður og 16 cm hár. Ath! að þessi mæling gerir ekki ráð fyrir að kassinn sé með loki, en þumalputtareglan er að heildarhæð flakaumbúða eykst um 2-2,5 cm að því viðbættu. 473516 verður þvi 18,5 cm að heildarhæð með loki.
Einangrun og umhverfið
Einangrunarplast (EPS) hefur verið framleitt í 60 ár víðsvegar í heiminum. Einangrunarplast er ma. notað í einangrun húsa, drykkjaríláta, matvöru- og grænmetispakkningar, pökkun á iðnaðarvörum, jarðvegsuppfylling fyrir vegaframkvæmdir og sem flot undir flotbryggjur

Engin eiturefni
Einangrunarplast er 98% loft, samansett úr mörgum örsmáum sellum. Til framleiðslu á einangrunarplasti er ekki notað FREON (CFC og HCFC) efni, eða önnur skaðleg efni. Við framleiðslu á EPS (einangrunarplasti) eru engin efni sem valda gróðurhúsaáhrifum. Tækninefnd (CENTC 88) á vegum Evrópubandalagsins hefur opinberað tillögur sínar um einangrunarplast, þ.e. EU - frumvarp prEN 13163. Í skýrslunni kemur fram að einangrunarplast er 100% endurvinnanlegt efni, ertir ekki húð við snertingu og að ekki sé krafist sérstaks útbúnaðar við vinnu með einangrunarplast.

Bruni
Í öllum tilfellum þegar efni sem framleidd eru úr jarðefnum brenna myndast gastegundir sem venjulega samanstendur af koltvísýring. Í sumum tegunda jarðefna myndast einnig kolsýringur. Gerðar hafa verið miklar rannsóknir á því þegar einangrunarplast (EPS) brennur og hafa niðurstöður ávallt verið þær sömu, þ.e. að einangrunarplast er ekki skaðlegra en þegar timbur og korkur brenna.