Samanburður nokkurra algengra einangrunarefna

Á línuritinu hér að neðan er sýnt fram á hvaða áhrif aukinn raki hefur á varmaleiðni steinullar, glerullar og EPS einangrunar, auk þess er einfölduð mynd sem sýnir hlutfallslega rakamótsöðu mismunandi byggingarefna. Hafið í huga að EPS einangrun, sem er 18 kg/m³, tekur t.d. einungis upp vatn sem nemur 0,1 - 0,4% af rúmmáli við að fljóta í 20°c heitu vatni í einn sólarhring. Varmaleiðni vatns 0,55 - 0,58 w/m k er u.þ.b. tuttugu og fimm sinnum meiri en varmaleiðni lofts sem er 0,024 w/m k og er því eðlilegt, að rakt efni leiði betur en þurrt efni. Með auknu rakastigi verður leiðni flestra efna meiri.